Velkomin/n á ljósmyndasölusíðu Aðalsteins Atla Guðmundssonar (Alliat).
Hér finnurðu ljósmyndir til sölu sem ég hef tekið á síðustu 25 árum. Allar myndirnar eru prentaðar á hágæða striga sem er settur á blindramma þannig að þær eru tilbúnar annað hvort beint á vegginn eða í ramma. Einnig er hægt að óska eftir því að fá myndirnar prentaðar á kvoðu, á hágæða ljósmyndapappír eða silfurprent.
Hægt er að óska eftir að fá litmyndirnar í svarthvítu og einhverjar af svarthvítu myndunum er einnig hægt að fá í lit. Ég myndi þá senda sýnishorn í tölvupósti sem sýnir hvernig myndin mun líta út áður en ákvörðunin er tekin.
Ég legg mikið upp úr því að svara öllum fyrirspurnum eins fljótt og auðið er. Þú getur sent mér línu með því að smella hér. Eða haft samband í síma 848-0114.